Samráð; Grænbók um sjálfbært Ísland
Málsnúmer 2304088
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 45. fundur - 26.04.2023
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar - 49. fundur - 24.05.2023
Málið áður á 45. fundi byggðarráðs þann 26. apríl 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að Grænbók um sjálfbært Ísland, stöðumati og valkostum. Um mikilvægt málefni er að ræða sem varðar framtíð allra.
Grunnstoðir sjálfbærrar þróunar eru náttúra, samfélag og hagkerfi. Eins og segir í kafla 1.3 þá lýtur megin kjarni hugtaksins að því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli ólíkra og jafnvel andstæðra krafta sem varða nýtingu og ráðstöfun á takmörkuðum náttúruauðlindum og gæðum samfélagsins, í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti.
Í kafla 3.4. er bent á að sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjálfbærri þróun. Sveitarfélögum hafa enda verið falin mikilvæg hlutverk í þessari vegferð og má þar nefna mikilvægi skipulagsmála, skyldu þeirra til að setja sér loftslagsstefnu, og innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem um 65% af 169 undirmarkmiðum þeirra verður ekki náð án aðkomu sveitarfélaga. Fram kemur í kaflanum að samstarfshópur ríkis og sveitarfélaga hafi lagt fram tillögur að mælikvarðasettum fyrir sveitarfélögin varðandi heimsmarkmiðin en fjármögnun sé ekki í höfn.
Sé litið til samspils kaflans um sveitarfélögin við kafla 3.3.7 þar sem fjallað er um verkefni innviðaráðuneytis, fagráðuneytis sveitarstjórnarmála, sem eru hluti af verkefnum Stjórnarráðsins í heild sinni, þá kemur þar fram að meðal meginmarkmiða sé að sjálfbærar byggðir og sveitarfélög séu um allt land. Jafnframt að leiðarljós í málefnum sveitarstjórnarstigsins sé að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær.
Byggðarráð Skagafjarðar styður framangreind markmið og verkefni en bendir á að þeim verður ekki náð nema sveitarfélögum landsins séu tryggðir tekjustofnar eða fjármögnun til að fylgja eftir stefnumörkun og verkefnum sem ríkisvaldið leggur á herðar sveitarfélögunum. Svo sem sjá má af erfiðum rekstri flestra sveitarfélaga landsins og vanfjármögnun verkefna sem ríkið hefur þegar flutt til sveitarfélaganna er ljóst að tryggja þarf fjárhagslega sjálfbærni þeirra betur. Jafnframt þarf að tryggja betur faglegan stuðning við sveitarfélögin þegar kemur að einstökum en mikilvægum verkefnum, s.s. innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og gerð loftslagsstefnu.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að Grænbók um sjálfbært Ísland, stöðumati og valkostum. Um mikilvægt málefni er að ræða sem varðar framtíð allra.
Grunnstoðir sjálfbærrar þróunar eru náttúra, samfélag og hagkerfi. Eins og segir í kafla 1.3 þá lýtur megin kjarni hugtaksins að því jafnvægi sem þarf að ríkja á milli ólíkra og jafnvel andstæðra krafta sem varða nýtingu og ráðstöfun á takmörkuðum náttúruauðlindum og gæðum samfélagsins, í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti.
Í kafla 3.4. er bent á að sveitarfélögin gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjálfbærri þróun. Sveitarfélögum hafa enda verið falin mikilvæg hlutverk í þessari vegferð og má þar nefna mikilvægi skipulagsmála, skyldu þeirra til að setja sér loftslagsstefnu, og innleiðingu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem um 65% af 169 undirmarkmiðum þeirra verður ekki náð án aðkomu sveitarfélaga. Fram kemur í kaflanum að samstarfshópur ríkis og sveitarfélaga hafi lagt fram tillögur að mælikvarðasettum fyrir sveitarfélögin varðandi heimsmarkmiðin en fjármögnun sé ekki í höfn.
Sé litið til samspils kaflans um sveitarfélögin við kafla 3.3.7 þar sem fjallað er um verkefni innviðaráðuneytis, fagráðuneytis sveitarstjórnarmála, sem eru hluti af verkefnum Stjórnarráðsins í heild sinni, þá kemur þar fram að meðal meginmarkmiða sé að sjálfbærar byggðir og sveitarfélög séu um allt land. Jafnframt að leiðarljós í málefnum sveitarstjórnarstigsins sé að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær.
Byggðarráð Skagafjarðar styður framangreind markmið og verkefni en bendir á að þeim verður ekki náð nema sveitarfélögum landsins séu tryggðir tekjustofnar eða fjármögnun til að fylgja eftir stefnumörkun og verkefnum sem ríkisvaldið leggur á herðar sveitarfélögunum. Svo sem sjá má af erfiðum rekstri flestra sveitarfélaga landsins og vanfjármögnun verkefna sem ríkið hefur þegar flutt til sveitarfélaganna er ljóst að tryggja þarf fjárhagslega sjálfbærni þeirra betur. Jafnframt þarf að tryggja betur faglegan stuðning við sveitarfélögin þegar kemur að einstökum en mikilvægum verkefnum, s.s. innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og gerð loftslagsstefnu.