Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - fyrirhugaðar framkvæmdir við stálþil 2023

Málsnúmer 2304111

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 13. fundur - 27.04.2023

Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir að endurbyggja Efri garð í tveimur áföngum til ársins 2027. Á síðasta ári var fyrsti hluti verksins boðinn út en tilboðum var hafnað þar sem að þau voru langt yfir áætluðum kostnaði. Vegagerðin leggur til bjóða aftur út þennan stálþilskafla (90 m) en nú miðað við -7 m hönnunardýpi í stað -9 m dýpis eins og áður var ráðgert.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að hönnunardýpi fyrir fyrsta áfanga (90 m) verði -7 m sem aukist svo í - 8 m fyrir það sem eftir er og felur hafnastjóra í samstarfi við sviðsstjóra framkvæmda og veitusviðs Skagafjarðar að vinna málið áfram í samstarfi við Vegagerðina.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Tvö tilboð bárust í framkvæmdir við stálþil á Sauðárkrókshöfn. Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á af Vegagerðinni sem leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Árna Helgason og vísar málinu til byggðarráðs.

Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 67. fundur - 25.10.2023

Lögð fram til kynningar niðurstaða útboðs Vegagerðarinnar, "Sauðárkrókur - Endurbygging Efri Garðs" frá 27. júní 2023. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda Árna Helgason ehf. Einnig lögð fram fundargerð frá fundi fulltrua Vegagerðarinnar og verktaka þann 10. október 2023.