Orkuskipti - Samtal um nýtingu vindorku
Málsnúmer 2304123
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 21. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneyti varðandi "Vindorkufundi" þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, býður til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 14. fundur - 11.05.2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, bauð til opinna funda um orkuskipti með áherslu á hlutverk vindorku. Ráðherra skipaði síðastliðið sumar þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þ. á m. um lagaumhverfi og hvernig verði tekið á ýmsum álitamálum. Starfshópurinn hefur nú skilað stöðuskýrslu til ráðherra og verða niðurstöður hennar til umræðu á fundunum og fulltrúar starfshópsins til svara um efni skýrslunnar. Stöðuskýrslan dregur saman helstu álitaefni sem ramma inn umræðuna og boðar ráðherra þess vegna til opinna funda þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér stöðuskýrsluna og eiga beint samtal við starfshópinn og ráðherra, áður en hópurinn skilar formlegum niðurstöðum og tillögum að stefnumótun ríkisins í þessum efnum.