Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð

Málsnúmer 2304165

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 46. fundur - 03.05.2023

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.

Byggðarráð Skagafjarðar - 47. fundur - 10.05.2023

Málið áður á dagskrá 46. fundar byggðarráðs þann 3. maí 2023. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 941. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð á Íslandi. Frumvarpið skiptist í fimm hluta en í fjórða hlutanum er farið yfir hvernig sérstakt varaflugvallagjald verður lagt á alla komu- og brottfararfarþega jafnt í innanlands- sem og millilandaflugi. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði hóflegt, en margt smátt gerir eitt stórt og því ljóst að þessi gjaldtaka mun í heildina skila umtalsvert miklum viðbótarpeningum til viðhalds og nauðsynlegrar uppbyggingar á innanlandsflugvöllum á Íslandi. Byggðarráð vill leggja áherslu á að þessum peningunum verði með sanngjörnum hætti skipt milli allra núverandi flugvalla Íslands og þannig tryggð nauðsynleg uppbygging þeirra og þeirrar aðstöðu sem þar er, en hún er víða orðin mjög léleg eftir áralangt viðhaldsleysi. Byggðarráð leggur líka áherslu á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki er einn besti valkostur Norðurlands sem millilandaflugvöllur, hvort sem horft er til aðflugs, veðurfars eða möguleika til stækkunar og telur því að hann ætti að njóta forgangs í fyrirhuguðum uppbyggingaráformum.