Jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar
Málsnúmer 2305001
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 48. fundur - 17.05.2023
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 11. maí 2023 þar sem kynnt er bókun 789. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar þann 9. maí 2023 varðandi jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar. Bókunin er eftirfarandi: "Lögð fram bókun frá 46. fundi byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar frá 3. maí 2023. Bæjarráð Fjallabyggðar fagnar ályktun byggðaráðs Skagafjarðar um bættar samgöngur á milli Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Bæjarráð tekur undir með byggðaráði að mikilvægt sé að fjármunir verði tryggðir svo hægt sé að tryggja áframhaldandi undirbúning framkvæmda og endalega hönnun ganganna. Bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarráðs á framfæri við þingmenn og samgönguyfirvöld."
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á alþingismenn og innviðaráðherra að tryggja að undirbúningi og endanlegri hönnun jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna og veglagningu beggja vegna gangnamunna.