Fara í efni

Samráð; Drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands

Málsnúmer 2305031

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 47. fundur - 10.05.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. maí 2023 þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 92/2023, „Drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands“. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí 2023.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um að skýra betur ákvörðun tjónabóta og afmörkun tjóns sem Náttúruhamfaratrygging Íslands bætir. Byggðarráð bendir þó á að útvíkka þyrfti grundvöll bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands þannig að bætur nái ekki eingöngu yfir húsnæði og innbú þeirra sem eru með sérstakar innbústryggingar hjá tryggingarfélögum, heldur einnig tjón sem t.d. aurskriður eða snjóflóð geta valdið á t.a.m. görðum og eigum fólks utan þess húsnæðis sem verður fyrir tjóninu, bílum sem ekki eru kaskótryggðir o.s.frv. Hafa ber í huga að verði fólk fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara þarf það sjálft að bera fyrstu 600 þúsund krónurnar af tjóninu og 2% af tjóni umfram það. Í mörgum tilfellum getur fólk átt í erfiðleikum með að glíma við slíkt fjárhagslegt högg, í kjölfar enn stærra áfalls vegna sjálfs tjónsins af völdum náttúruhamfara.