Fara í efni

Litla-Gröf - Umsagnarbeiðni vegna breytingar á rekstrarleyfi

Málsnúmer 2305128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 49. fundur - 24.05.2023

Lögð fram umsagnarbeiðni úr máli 2023-030335 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 12. maí 2023. Karuna ehf., kt. 680809-1000, Litlu-Gröf, 551 Sauðárkróki, sækir um breytingu á núverandi leyfi. Fyrir er rekstrarleyfi flokkur III, stærra gistiheimili án áfengisveitinga en sækir nú um leyfi til reksturs, Gististaðir í flokki IV-B, stærra gistiheimili með áfengisveitingum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17. fundur - 01.06.2023

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-030335, dags. 12. maí 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Karuna ehf. um breyting á núverandi rekstrarleyfi úr flokki III í flokk IV, gistiheimili í gestahúsi, mhl. 04 að Litla-Gröf, L145986, fnr. 2140202. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.