Fara í efni

Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum

Málsnúmer 2305142

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 49. fundur - 24.05.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. maí 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. maí nk.
Álfhildur Leifsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:
Að lækka kosningaaldur eins og víða hefur þegar verið gert í nágrannalöndum okkar skiptir miklu máli fyrir samfélagið. Lækkun kosningaaldurs kemur til með að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á nærsamfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur, en þátttaka ungs fólks í kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna hefur verið dræm. Ungt fólk hefur sýnt með mjög afgerandi hætti að það getur verið drifkraftur breytinga, t.d. með #meetoo og #freethenipple byltingum sem knúðu fram samfélagsbreytingar með öflugri og hraðari hætti en þeir sem eldri eru hafa náð fram. Fólk á aldrinum 16 - 17 ára á að fá tækifæri til að bæta samfélagið sem þau munu erfa með því öfluga verkfæri sem kosningarétturinn er.