Leiguhólf nr. 2, 4 og Naustaland
Málsnúmer 2305149
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 54. fundur - 28.06.2023
Málið áður tekið fyrir á 51. fundi byggðarráðs Skagafjarðar en þar var samþykkt að úthluta Steindóru Ólöfu Haraldsdóttur til leigu 2 ha af Naustalandi við Hofsós á móti Elísabetu Jansen sem fékk 3 ha úthlutaða til leigu. Leigutíminn verður til 5 ára og var umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að ganga frá leigusamningi um landið. Með tölvupósti dags. 6. júní 2023 dró Steindóra Ólöf umsókn sína um beitarhólfið hins vegar til baka.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Elísabetu Jansen sem sótti um allt svæðið í upphafi, verði úthlutað þeim hluta hólfsins sem Steindóra afþakkaði.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Elísabetu Jansen sem sótti um allt svæðið í upphafi, verði úthlutað þeim hluta hólfsins sem Steindóra afþakkaði.
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir sækir um 2-2,5ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Elisabeth Jansen sækir um 5,0ha af Naustalandi til beitarnotkunar. Rúnar Þór Númason sækir um hólf 2 og 4 við Hofsós og allt Naustaland 5ha til túnræktunar.
Byggðarráð samþykkir að leigja Rúnari Þór Númasyni hólf 2 og 4 við Hofsós og Steindóru Ólöfu Haraldsdóttur 2ha af Naustalandi á móti Elisabeth Jansen sem fær 3ha til leigu. Leigutíminn verður til fimm ára. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að ganga frá leigusamningum um landið.