Fara í efni

Aðalgata 22

Málsnúmer 2306175

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 54. fundur - 28.06.2023

Fyrir liggur boð erfingja Bjarna Haraldssonar, kaupmanns á Sauðárkróki, til Skagafjarðar um að kaupa fasteignina Aðalgötu 22 á Sauðárkróki, með útgangspunkti söluverðs 120 m.kr. Í kjölfar samtals við erfingja var ákveðið að leita eftir formlegu verðmati fasteignarinnar og liggur það nú fyrir, dags. 13. júní 2023, unnið af Júlíusi Jóhannssyni löggiltum fasteignasala hjá Landmark fasteignamiðlun. Samkvæmt verðmatinu er áætlað söluverð 93. m.kr.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu enda ekki augljóst hvaða hlutverki fasteignin gæti þjónað í eigu sveitarfélagsins en viðbúið að opinbert hlutverk myndi kalla á verulega kostnaðarsamar breytingar og lagfæringar á aðgengi. Þá er húsið sem byggt er árið 1930 metið með miðlungs varðveislugildi í samantekt um verndarsvæði í byggð, sem unnið var fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð árið 2018, og byggir á heimildakönnun, fornleifaskráningu og húsakönnun fyrir gamla bæinn á Sauðárkróki. Jafnframt liggur fyrir að húsið, verslun og íbúð, eru ekki friðuð og á það við um bæði ytra byrði og innréttingar, svo sem staðfest hefur verið af Minjastofnun Íslands.