Lagður fram kaupsamningur á milli Brákar íbúðafélags hses, kt. 550722-0970 (kaupandi) og Bæjartúns íbúðafélags hses., kt. 580820-1660 (seljandi) um átta íbúða fjölbýlishús við Freyjugötu 9, Sauðárkróki, F2131517/L143342.
Með vísan til laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og kvaðar með skjalanr. 202004842, lýsir byggðarráð Skagafjarðar því yfir að það heimilar framangreinda sölu með því skilyrði að Brák hses. samþykki gagnvart sveitarfélaginu eftirfarandi fyrirvara þess: a) Með því að heimila söluna muni sveitarfélagið ekki að taka afstöðu til þess hvort í umræddum samningsdrögum sé réttilega lýst stöðu viðkomandi byggingar m.t.t. þess hvort byggingu sé lokið, þ.m.t. stöðu skv. matsstigi eða byggingarstigi. Í heimildinni mun heldur ekki felast nein tilslökun, af hálfu sveitarfélagsins á því hvernig samningur dags. 25.09. 2022 um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu milli annars vegar Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. og hins vegar sveitarfélagsins Skagafjarðar skuli efndur með framkvæmdum á lóðinni og þátttöku lóðarhafa í heildarfrágangi og rekstri viðkomandi þróunarreits. Skili samningsaðilar þess samning lóðinni ekki í því horfi sem sá samningur mælir fyrir um þá mun sveitarfélagið gera þá kröfu að Brák geri það. b) Skilmálar lóðarleigusamnings dags. 08.02. 2021 um Freyjugötu 9 standi, m.a. ákvæði 1. gr. sem lýsir ráðagerð um skerðingu lóðar um rúman helming, þ.e. um 1.905 m2. c) Fyrir útgáfu afsals verði gerð upp vanskil Bæjartúns hses gagnvart sveitarfélaginu en þau nema nú 1.037.661 kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka málinu gagnvart Brák hses.
Með vísan til laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og kvaðar með skjalanr. 202004842, lýsir byggðarráð Skagafjarðar því yfir að það heimilar framangreinda sölu með því skilyrði að Brák hses. samþykki gagnvart sveitarfélaginu eftirfarandi fyrirvara þess:
a) Með því að heimila söluna muni sveitarfélagið ekki að taka afstöðu til þess hvort í umræddum samningsdrögum sé réttilega lýst stöðu viðkomandi byggingar m.t.t. þess hvort byggingu sé lokið, þ.m.t. stöðu skv. matsstigi eða byggingarstigi. Í heimildinni mun heldur ekki felast nein tilslökun, af hálfu sveitarfélagsins á því hvernig samningur dags. 25.09. 2022 um uppbyggingu á lóðum við Freyjugötu milli annars vegar Hrafnshóls ehf. og Nýjatúns ehf. og hins vegar sveitarfélagsins Skagafjarðar skuli efndur með framkvæmdum á lóðinni og þátttöku lóðarhafa í heildarfrágangi og rekstri viðkomandi þróunarreits. Skili samningsaðilar þess samning lóðinni ekki í því horfi sem sá samningur mælir fyrir um þá mun sveitarfélagið gera þá kröfu að Brák geri það.
b) Skilmálar lóðarleigusamnings dags. 08.02. 2021 um Freyjugötu 9 standi, m.a. ákvæði 1. gr. sem lýsir ráðagerð um skerðingu lóðar um rúman helming, þ.e. um 1.905 m2.
c) Fyrir útgáfu afsals verði gerð upp vanskil Bæjartúns hses gagnvart sveitarfélaginu en þau nema nú 1.037.661 kr.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ljúka málinu gagnvart Brák hses.