Fara í efni

Borgarflöt 7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2306293

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 28. fundur - 13.07.2023

Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa.

Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Á fundi skipulagsnefndar 13.07.2023 var Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf. úthlutað lóðinni númer 7 við Borgarflöt. Á fundinum eftirfarandi bókað:

„Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um iðnaðarlóðina Borgarflöt 7 á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að reisa 800 m2 geymsluhúsnæði. Öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað inn til skipulagsfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.“

5. september sl. bárust gögn frá Hauki Ásgeirssyni byggingarverkfræðingi, dagsett í september 2023 í verki númer 23-58 (Borgarflöt 7 Sauðárkróki, Geymslur, afstöðumynd, staðsetning húss á lóð) ný útgáfa af væntanlegri byggingu á Borgarflöt 7 þar sem gert er ráð fyrir að húsið verði 50 metra langt og 20 metra breitt. Gert er ráð fyrir að húsið skiptist í 10 einingar, séreignir og að möguleiki verði á millilofti allt að 40 fermetrum í hverju bili. Heildargólfflötur húss yrði um 1.400 m². Botnflötur húss 1.000 m². Vegghæð langveggja yrði 5.5 metrar og mænishæð 7.0 metrar.

Skipulagsnefnd telur að með framlögðum gögnum hafi umsækjandi brugðist við því sem skipulagsfulltrúi- og byggingarfulltrúi hafi óskað eftir. Skipulagsnefnd samþykkir umbeðna húsgerð og staðsetningu húss innan lóðarinnar.