Fara í efni

Jafnréttisstefna og -áætlun

Málsnúmer 2306298

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 55. fundur - 04.07.2023

Lögð fram til kynningar drög að uppfærðri jafnréttisstefnu og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stefnuna og aðgerðaráætlunina.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Lögð fram uppfærð jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Áður kynnt á 55. fundi byggðarráðs þann 4. júlí 2023. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 64. fundi byggðarráðs frá 4. október sl. þannig bókað:

"Lögð fram uppfærð jafnréttisstefna og aðgerðaáætlun Skagafjarðar í einu skjali. Áður kynnt á 55. fundi byggðarráðs þann 4. júlí 2023. Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.