Fara í efni

Ósk um framlengingu á samningi um rekstur sundlaugar að Sólgörðum

Málsnúmer 2307008

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 56. fundur - 12.07.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og stefnir á að hitta forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. í Fljótum í komandi ágústmánuði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 63. fundur - 26.09.2023

Erindið áður á 56. fundi byggðarráðs þann 12. júlí 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum.
Eftir fund byggðarráðs í dag munu byggðarráðsfulltrúar fara og heimsækja fulltrúa Sótahnjúks ehf. að Sólgörðum í Fljótum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 64. fundur - 04.10.2023

Erindið áður á 56. fundi byggðarráðs þann 12. júlí 2023 og 63. fundi þann 26. september 2023. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum. Byggðarráðsfulltrúar heimsóttu fulltrúa Sótahnjúks ehf. að Sólgörðum í Fljótum til að kynna sér aðstæður og þær endurbætur sem gerðar hafa verið á leigutímanum. Byggðarráð þakkar gott samstarf á leigutímanum. Ekkert framlengingarákvæði er í núgildandi rekstrarsamningi sem rennur út þann 31. desember 2023 og sveitarfélaginu skylt að auglýsa reksturinn til leigu nema sveitarfélagið taki hann yfir.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um að auglýsa rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum til leigu frá og með 1. janúar 2024.