Fara í efni

Aðalgata 20 - Lóðarmál

Málsnúmer 2307027

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 38. fundur - 16.11.2023

Michal Lukasz Sikorski og Sigurjón Rúnar Rafnsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, lóðarhafar Aðalgötu 20, L143126, Sauðárkróki óska eftir skiptingu lóðar skv. framlögðum gögnum sem eru:
-
30152001AM_Adalgata_20b-Skipting_lodar
-
30152001AM_Adalgata_20b_23.10.2023, unnið af Magnúsi Frey Gíslasyni
-
Auk fylgiskjals með umsókn lóðarhafa, dags, 22.09.2023, um skiptingu lóðar, skrá 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk dags.
09.11.2023 unnið af Birni Magnúsi Árnasyni, gögn unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Innan lóðarinnar eru tvær fasteignir, fasteignanr. F2131141 og F2131143.

Skipulagsnefnd samþykkir þá umbeðnu afmörkun og skiptingu lóðarinnar eins og hún kemur fram á fylgiskjali, 30152002YFIRL Aðalgata 20 lóðamörk.
Nefndin bendir jafnframt á að í gangi er deiliskipulagsvinna fyrir umrætt svæði og gætu lóðarmörk tekið breytingum í þeirri vinnu. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamninga við hluteigandi.