Lagt fram erindi dagsett 6. júlí 2023 frá Flugu hf. þar óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í viðhaldsverkefnum í Reiðhöllinni Svaðastöðum, með vísan í 5. grein samnings milli sveitarfélagsins og Flugu hf. um afnot og stuðning við rekstur reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Um er að ræða þátttöku í kaupum á annars vegar nýju plastgólfi í reiðhöllina og hins vegar vökvunarkerfi. Hestamannafélagið Skagfirðingur og Hrossaræktarsamband Skagfirðinga hafa samþykkt þátttöku í fjármögnun verkefnanna og þá mun Fluga hf. sjálf bera hluta kostnaðarins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.