Í framhaldi af afgreiðslu máls 2211367-GAV Hofsós grunnskóli, endurbætur/hönnun, á 50. fundi byggðarráðs þann 31. maí 2023 var gerð verðfyrirspurn til verktaka vegna verkhluta við eldri byggingu grunnskólans á Hofsósi, utanhússklæðning og þakviðgerðir. Eitt svar barst, frá Uppsteypu ehf. sem er 126% af kostnaðaráætlun verksins, þ.e. 36.214.163 kr. og vinna við verkið getur hafist 15. júlí n.k. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að ganga að verðtilboði Uppsteypu ehf. og felur Steini Leó Sveinssyni að setja verkið af stað sökum mikilvægi þess.
Byggðarráð samþykkir að ganga að verðtilboði Uppsteypu ehf. og felur Steini Leó Sveinssyni að setja verkið af stað sökum mikilvægi þess.