Fara í efni

Geitagerði (L145973) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2307066

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 31. fundur - 24.08.2023

Aðalsteinn Orri Sigrúnarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Geitagerðis, landnúmer 145973, óskar eftir heimild til að skipta 880 m² lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7536-0101, útg. 10. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Geitagerði I.

Ekkert ræktað land fylgir lóðinni.
Engin hlunnindi fylgja lóðinni.
Óskað er eftir að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
Kvöð um yfirferðarrétt að Geitagerði I er um heimreið sem liggur í landi Geitagerðis landnr. 145973 eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.

Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ein fasteign er á umræddri lóð, íbúðarhús að stærð 76,4m², byggt árið 1948 og fylgir hún útskiptri lóð.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.