Hafragil land L145885 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2307090
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21. fundur - 31.07.2023
Magnús Ingvarsson sækir fh. Kára Sveinssonar og Margrétar F. Guðmundsdóttur, eigenda Hafragils land L145885, um heimild til að gera breytingar og endurbætur á íbúðarhúsi auk þess að byggja við húsið. Framlagðir uppdrættir gerðir af umsækjanda, uppdrættir í verki 23001, nr. C41.001 A og C41.002 A, dagsettir 27. júní 2023. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.