Gunnlaugur Halldórsson og Bjarni Halldórsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Tumabrekka land 2, landnúmer 220570, óska eftir heimild til að stofna 15.561,2 m² lóð úr landi lóðarinnar, sem „Tumabrekka 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75860000 útg. 20. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Yfirferðarréttur að útskiptri lóð er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku, L146597, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Þá er kvöð um yfirferðarrétt á útskiptri spildu að Tumabrekku landi 2, L220570, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir landskipti er Tumabrekka land 2 31.122,4 m² að stærð. Eftir landskipti verður Tumabrekka land 2 15.561,2 m² að stærð. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar með næsta lausa staðgreini. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Tumabrekka land 2, L220570, verður í eigu Bjarna Halldórssonar. Tumabrekka 3 verður í eigu Gunnlaugs Halldórssonar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.