Birgir Þórðarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 2, landnúmer L146396, óskar eftir heimild til að skipta 13.686 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem sótt er um að fái heitið Arnarhóll, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 75640103, útg. 25. júlí 2023. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarhúsaland (65).
Yfirferðarréttur að útskiptri spildu frá Hegranesvegi (764) er um veg í landi Rípur 2, L146396, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til staðhátta, en innan spildunnar er afgerandi hæð í landslaginu. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sama staðfang.
Engin fasteign er á umræddri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ríp 2, landnr. 146396.
Landskipti samræmast markmiðum aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 um að styðja búsetu og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í dreifbýli. Útskipt spilda er ekki af þeirri stærðargráðu að breytt landnotkun skerði landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ekkert ræktað land er innan hins útskipta lands.
Þá er óskað eftir heimild skipulagsnefndar fyrir stofnun á 625 m² byggingarreit, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101, útg. 25. júlí 2023. Byggingarreiturinn er innan afmörkunar fyrirhugaðrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit vegna frístundahúss sem verður reist á steyptum undirstöðum. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarhúsaland (65).
Yfirferðarréttur að útskiptri spildu frá Hegranesvegi (764) er um veg í landi Rípur 2, L146396, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Landheiti útskiptrar spildu vísar til staðhátta, en innan spildunnar er afgerandi hæð í landslaginu. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sama staðfang.
Engin fasteign er á umræddri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ríp 2, landnr. 146396.
Landskipti samræmast markmiðum aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 um að styðja búsetu og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í dreifbýli. Útskipt spilda er ekki af þeirri stærðargráðu að breytt landnotkun skerði landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ekkert ræktað land er innan hins útskipta lands.
Þá er óskað eftir heimild skipulagsnefndar fyrir stofnun á 625 m² byggingarreit, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101, útg. 25. júlí 2023. Byggingarreiturinn er innan afmörkunar fyrirhugaðrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit vegna frístundahúss sem verður reist á steyptum undirstöðum. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.