Fara í efni

Ás 1 (L146365) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2307154

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Guðríður Valtýsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ás 1 Hegranesi, landnúmer 146365 óskar eftir heimild til að stofna 54.354 m2 (5,4 ha) spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74921001 útg. 21. júlí 2023. Afstöðuuppdrátturinn var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Óskað er eftir að spildan fái heitið Ás 3.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.
Engin fasteign er á umræddri spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ás 1, landnr. 146365.
Áformað er að landspildan verði sameinuð aðliggjandi landareign Prestsbæ, landnúmer 217667 til landbúnaðarnotkunar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.