Fara í efni

Iðutún 12 (L203233) - Lóðarframkvæmdir

Málsnúmer 2309012

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Skipulagsfulltrúa barst ábending um framkvæmdir nýverið við Iðutún 12 á Sauðárkróki hafi gengið inná opið svæði sveitarfélagsins. Um er að ræða vegg hlaðinn úr stórgrýti sem nú hefur verið staðfest að sé að verulegu leyti (55m2) utan framangreindrar lóðar. Lóðin er allt að tveimur metrum lægri en yfirborð aðliggjandi opins svæðis. Er veggnum ætlað að halda við jarðveg sem liggur að lóðinni.

Skipulagsfulltrúa er falið að ná samkomulagi við lóðarhafa sem feli í sér að lóðarhafi hverju sinni undirgangist kvöð um að fallvarnir sem sveitarfélagið samþykki skuli vera við lóðarmörkin, lóðarhafi beri kostnað af gerð þeirra og viðhaldi en sveitarfélagið eigi allar framkvæmdir utan lóðar. Kvöðinni verði þinglýst á lóðina Iðutún 12. Náist ekki samkomulag um þetta við lóðarhafa sem sveitarfélagið sætti sig við verði undirbúið stjórnsýslumál til þess að hann fjarlægi framkvæmdina og færi jarðveg og gróður í fyrra horf á eigin kostnað.