Fara í efni

Icelandic Roots - Minnisplatti á Nöfunum

Málsnúmer 2309033

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 32. fundur - 07.09.2023

Föstudaginn 8. september næstkomandi koma til Sauðárkróks hópur frá félagasamtökunum Icelandic Roots og gefa sveitarfélaginu minnisplatta til minningar um forfeður þeirra sem fóru frá Sauðárkrókshöfn vestur í lönd rétt eftir aldarmótin 1900. Til stendur að reisa þennan minnisplatta á Nöfum, við suðurenda Sauðárkrókskirkjugarðs. Þetta er skilti með stuttum upplýsingum um vesturfaratímabilið, skiltið mun vera um 30x40 cm, fest á staur u.þ.b. 1 m á hæð. Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar mun setja skiltið niður á steyptum grunni sem hægt er að færa.