Fara í efni

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 2309076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 66. fundur - 18.10.2023

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars breytingar á efnahagsreikningi og sjóðstreymi fjárhagsáætlunarinnar, sem eru að mestu leiti tilkomnar vegna uppfærslu efnahags í áætluninni, með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2022. Einnig er gerður viðauki vegna uppreiknings á langtímaskuldum og -kröfum sem taka mið af verðlagsþróun ársins 2023. Skatttekjur eru hækkaðar með tilliti til rauntalna fyrstu átta mánuði ársins. Gerð er breyting á launaliðum áætlunarinnar í samræmi við nýja kjarasamninga gerða á árinu. Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar á gjaldahlið áætlunarinnar sem og tekjuhlið. Framkvæmdaáætlun er breytt á þann veg að fé er flutt á milli framkvæmdaverkefna. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir sölu fasteigna. Viðaukinn hefur áhrif á rekstur ársins 2023 sem nemur 166.968 þkr. til gjalda. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 66. fundi byggðarráðs frá 18. október sl. þannig bókað:

"Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026. Viðaukinn inniheldur meðal annars breytingar á efnahagsreikningi og sjóðstreymi fjárhagsáætlunarinnar, sem eru að mestu leiti tilkomnar vegna uppfærslu efnahags í áætluninni, með tilliti til niðurstöðu ársreiknings 2022. Einnig er gerður viðauki vegna uppreiknings á langtímaskuldum og -kröfum sem taka mið af verðlagsþróun ársins 2023. Skatttekjur eru hækkaðar með tilliti til rauntalna fyrstu átta mánuði ársins. Gerð er breyting á launaliðum áætlunarinnar í samræmi við nýja kjarasamninga gerða á árinu. Ýmsar aðrar breytingar eru gerðar á gjaldahlið áætlunarinnar sem og tekjuhlið. Framkvæmdaáætlun er breytt á þann veg að fé er flutt á milli framkvæmdaverkefna. Í viðaukanum er einnig gert ráð fyrir sölu fasteigna. Viðaukinn hefur áhrif á rekstur ársins 2023 sem nemur 166.968 þkr. til gjalda. Ekki er gert ráð fyrir nýrri lántöku í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Framlagður viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023-2026, borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.