Fara í efni

Gýgjarhóll - Ögmundarstaðir - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2309132

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Eigendur jarðanna Gýgjarhóls L145974, Gýgjarhóll 1 L233888 og Ögmundarstaða L146013 í Skagafirði senda inn fyrirspurn dags. 10.09.2023 um hvort leyfi þurfi til framkvæmda/jöfnunar undir afréttargirðingu með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010.
Ástæða umsóknar/fyrirspurnar:
- Núverandi afréttargirðingar eru mjög lélegar og eða ónýtar og getur skepnum stafað hætta af.
- Horn sem eru í núverandi girðingarstæðum við landamerki Hafsteinsstaða 1 og Víkurfjalls tekin af, það gert m.a. samkvæmt ábendingum fagaðila, ráðunautar og girðingarverktaka.
- Horft er til þess að nýta þann hluta fjalllendisins sem ekki nýtist til ræktunar og ekki telst gott beitiland til landgræðslu og kolefnisjöfnunar og er það í samræmi við skipulagsstefnu sveitarfélagsins um flokkun landbúnaðarlands eftir gæðum ræktarlands.
Um ætlaða framkvæmd segir m.a. um er að ræða fjárhelda netgirðingu innan landamerkja ofangreindra jarða og forsenda þess því jöfnun girðingarstæðis.
Sá hluti framkvæmdar sem áhrif hefur á ásýnd lands er jöfnun undir girðingarstæði til einföldunar og hagræðis við girðingarvinnu sem jafnframt yrði vélfær slóði til viðhalds girðinga.
Öllu jarðraski verður haldið í lágmarki og lega girðingarstæðis valin með tilliti til hagræðis.
Í lægðum og drögum verða grjótræsi eða annar viðurkenndur frágangur.
Á landamerkjum verða grafnir niður fyrir frost raflínustaurar, einnig verða þar sem þurfa þykir í girðingarstæði grafnir niður fyrir frost raflínustaurar til styrkingar.
Að framkvæmd lokinni verður jarðrask lagað eins og kostur er og í samráði við aðila og eftir því sem þurfa þykir sáð í sár og að verkið verður unnið í samræmi við gildandi lög og reglur.

Skipulagsnefnd telur að nægar upplýsingar hafi verið veittar um framkvæmdina til þess að ákveða hvort hún sé leyfisskyld, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nauðsynlegt að tryggt sé að samhliða framkvæmd verði gripið til mótvægisaðgerða sem hafi það markmið að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi.
Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaaðila verði gert að undirgangast framangreindar mótvægisaðgerðir, sbr. áður. Meðan slíkum aðgerðum sé fylgt sé ekki þörf á framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og henni er lýst.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.