Hrolleifsdalsafrétt - Framkvæmdir
Málsnúmer 2309133
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023
Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar „Vegir í náttúru Íslands“ í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti.
Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til „meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku“.
Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar „Vegir í náttúru Íslands“ í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti.
Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til „meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku“.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 19. fundur - 09.11.2023
Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fyrir liggur að skráning vegslóða inn Hrolleifsdal er komin í ferli skráningar Vegagerðarinnar "Vegir í náttúru Íslands" í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Skagafjarðar. Mun afgreiðsla skipulagsnefndar um þá endurskoðun koma til sveitarstjórnar til staðfestingar með hefðbundnum hætti. Sveitarstjórn Skagafjarðar felur umhverfis- og samgöngunefnd að meta þörfina á því að grípa til mótvægisaðgerða vegna slóðalagningar í Hrolleifsdal í haust og gera tillögur til sveitarstjórnar um slíkar aðgerðir, sem og að áætla kostnað af þeim. Skal nefndin í starfi sínu m.a. líta til þeirra markmiða sem skipulagsnefnd leggur til í bókun sinni frá 19.09. 2023. Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sínar sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".
Umhverfis- og samgöngunefnd felur Kára Gunnarssyni í samstarfi við fjallskilanefnd Hrolleifsdals, að gera hið fyrsta úttekt á vegslóða inn Hrolleifsdal svo hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur. Úttektin innihaldi mat á umhverfisáhrifum slóðans og kostnaðar- og tímaáætlun vegna hugsanlegra mótvægisaðgerða.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur samróma undir með skipulagsnefnd og sveitarstjórn um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi leyfisveitendur og skipulagsyfirvöld um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".
Umhverfis- og samgöngunefnd felur Kára Gunnarssyni í samstarfi við fjallskilanefnd Hrolleifsdals, að gera hið fyrsta úttekt á vegslóða inn Hrolleifsdal svo hægt sé að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða ef þörf krefur. Úttektin innihaldi mat á umhverfisáhrifum slóðans og kostnaðar- og tímaáætlun vegna hugsanlegra mótvægisaðgerða.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur samróma undir með skipulagsnefnd og sveitarstjórn um mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi leyfisveitendur og skipulagsyfirvöld um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir að teljast til "meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku".
Nefndin bendir á að þótt framkvæmd kunni að hafa fengið úthlutað framkvæmdafé sem ráðstafað sé skv. ákvörðun sveitarstjórnar frá fundi þeirra 23.08.2023 þá þýði það ekki sjálfkrafa að kveðið hafi verið uppúr með, af bærum aðila, að ekki þurfi framkvæmdaleyfi fyrir henni.
Þar sem afgeiðsla umsókna um framkvæmdaleyfi telst meðal verkefna sem nefndin hefur fullnaðarákvörðunarvald yfir, skv. 3. gr. viðauka I við samþykkt um stjórn Skagafjarðar verði að líta svo á að ákvörðun um hvort framkvæmd teljist framkvæmdaleyfisskyld, skv. 13. gr. falli undir slíkt valdsvið nefndarinnar. Áréttar nefndin því mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar upplýsi nefndina um fyrirhugaðar framkvæmdir sem geti mögulega fallið undir áður tilvitnaða lýsingu 13. gr., þ.m.t. um mótvægisaðgerðir. Slíkt sé nauðsynlegt til þess að nefndin geti tekið ákvörðun um það hvort viðkomandi framkvæmdir séu framkvæmdaleyfisskyldar, að teknu tilliti til eðlis þeirra, umfangs, staðsetningar og mótvægisaðgerða sem framkvæmdaaðili skuldbindur sig til þess að undirgangast.
Þar sem umræddri framkvæmd sé lokið sé ekki tilefni til þess að undirbúa ákvarðanatöku um hvort umrædd framkvæmd hafi verið framkvæmdaleyfisskyld.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að settar verði kvaðir á framkvæmdaraðila sem í þessu tilfelli er fjallskilanefnd Hrolleifsdals um að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða í samráði við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins og e.a. hagaðila, með það að markmiði að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að malarbera vegslóðann, ef við á, og græða upp jarðrask sem mest lýti er að. Jafnframt verði sótt um að vegslóðinn verði skráður inn á “Vegir í náttúru Íslands" kort í aðalskipulagi Skagafjarðar.