Fara í efni

Gamla bryggja Sauðárkróki - Ósk um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2309166

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Ingvar Páll Ingvarsson fh. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi við það svæði sem merkt er Gamla bryggja í gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsnúmer 17500.
Leyfisumsókn nær til gatnagerðar og fráveitu, gangstíga, gerð bílastæða og annarrar landmótunar og umhverfis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Nánar um framkvæmd sem mun byggja á meðfylgjandi gögnum sem eru:
Uppdráttur frá Teiknistofu Norðurlands - Gamla bryggjan Sauðárkróki, hafnartorg og umhverfi Siglingaklúbbsins Drangeyjar 13. júní 2022.
Uppdrættir frá verkfræðistofunni Stoð ehf. Siglingaklúbbur Sauðárkróki, - Malbikun 2023 afstöðumynd og hæðarlega, númer uppdrátta S-101 og S-102.
Stefnt er að hefja vinnu við hluta framkvæmdar nú í haust, þ.e.a.s. gatnagerð, fráveitu, malbik á gangstíga, akbrautir og bílastæði.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Ingvar Páll Ingvarsson fh. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi við það svæði sem merkt er Gamla bryggja í gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsnúmer 17500.
Leyfisumsókn nær til gatnagerðar og fráveitu, gangstíga, gerð bílastæða og annarrar landmótunar og umhverfis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nánar um framkvæmd sem mun byggja á meðfylgjandi gögnum sem eru:
Uppdráttur frá Teiknistofu Norðurlands - Gamla bryggjan Sauðárkróki, hafnartorg og umhverfi Siglingaklúbbsins Drangeyjar 13. júní 2022.
Uppdrættir frá verkfræðistofunni Stoð ehf. Siglingaklúbbur Sauðárkróki, - Malbikun 2023 afstöðumynd og hæðarlega, númer uppdrátta S-101 og S-102.
Stefnt er að hefja vinnu við hluta framkvæmdar nú í haust, þ.e.a.s. gatnagerð, fráveitu, malbik á gangstíga, akbrautir og bílastæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.