Fara í efni

Brekkugata - Lindargata - Skógargata - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2309167

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Að beiðni sveitarstjóra og sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs óskar Ingvar Páll Ingvarsson eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar taki fyrir eftirfarandi með tilvísun til fundargerða:
- Umhverfis og samgöngunefnd 18.8.2023 dagskrárliður nr. 1 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Byggðarráð Skagafjarðar 23.8.2023 dagskrárliður nr. 2 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Sveitarstjórn Skagafjarðar 13.8.2022 dagskrárliður nr 1.2 “Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.

Framlögð gögn:
Minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16.01. 2023.
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir júlí 2023 „ Brekkugata Sauðárkróki Mótfylling 2023“
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir ágúst 2023 „Lindargata 15-17 Sauðárkróki flái 2023“
Uppdrættir frá Stoð Verkfræðistofur dagsettir september 2023 „Skógargata 6b“

Með tilvísana í ofangreind gögn, niðurstöðu minnisblaðs Eflu þar sem m.a. segir „Við núverandi aðstæður er til skemmri tíma mesta hættan bundin við jarðvegstorfuna sem hleðst hægt og rólega upp og er á nokkrum stöðum komin í „yfirbratta“ og ógnar efstu húsum. Við þessu ástandi þarf að bregðast sem fyrst.“
Einnig er bent á að komi til mikilla haustrigninga eykst skriðuhætta umtalsvert.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar vegna áætlaðrar framkvæmdar þar sem ekki er gerð athugasemd.

Skipulagsnefnd bendir á að umrætt svæði er innan Verndarsvæðis í byggð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir og þeim verði hraðað eins og kostur sé í ljósi þess að um almannahagsmuni er að ræða vegna skriðuhættu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 19. september sl. þannig bókað:
Að beiðni sveitarstjóra og sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs óskar Ingvar Páll Ingvarsson eftir að skipulagsnefnd Skagafjarðar taki fyrir eftirfarandi með tilvísun til fundargerða:
- Umhverfis og samgöngunefnd 18.8.2023 dagskrárliður nr. 1 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Byggðarráð Skagafjarðar 23.8.2023 dagskrárliður nr. 2 „Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.
- Sveitarstjórn Skagafjarðar 13.8.2022 dagskrárliður nr 1.2 “Nafir- ofanflóð Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022“.

Framlögð gögn:
Minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 16.01. 2023.
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir júlí 2023 „ Brekkugata Sauðárkróki Mótfylling 2023“
Uppdrættir frá Stoð verkfræðistofu dagsettir ágúst 2023 „Lindargata 15-17 Sauðárkróki flái 2023“
Uppdrættir frá Stoð Verkfræðistofur dagsettir september 2023 „Skógargata 6b“

Með tilvísana í ofangreind gögn, niðurstöðu minnisblaðs Eflu þar sem m.a. segir „Við núverandi aðstæður er til skemmri tíma mesta hættan bundin við jarðvegstorfuna sem hleðst hægt og rólega upp og er á nokkrum stöðum komin í „yfirbratta“ og ógnar efstu húsum. Við þessu ástandi þarf að bregðast sem fyrst.“
Einnig er bent á að komi til mikilla haustrigninga eykst skriðuhætta umtalsvert.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar vegna áætlaðrar framkvæmdar þar sem ekki er gerð athugasemd.

Skipulagsnefnd bendir á að umrætt svæði er innan Verndarsvæðis í byggð.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila umbeðnar framkvæmdir og þeim verði hraðað eins og kostur sé í ljósi þess að um almannahagsmuni er að ræða vegna skriðuhættu.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.