Fara í efni

Víkurfjall L231371 - Tilkynning um framkvæmd og fyrirspurn um leyfisskyldu vegna afréttargirðingar

Málsnúmer 2309186

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 33. fundur - 19.09.2023

Arnór Halldórsson Hafstað tilkynnir sem eigandi Víkurfjalls, L231371 og sem lögmaður, f.h. Útvíkufélagsins ehf. vegna jarðarinnar Kúfhóla, L233783 og Friðriks Stefánssonar vegna jarðarinnar Glæsibæjar, L145975 um fyrirhugaða framkvæmd við afréttargirðingu í austanverðri Staðaröxl í eignarlöndum jarðanna.

Ástæða framkvæmdar og áhrif:
- Núverandi girðing í Glæsibæjarlandi er orðin mjög léleg og girðingar í landi Víkurfjalls og Kúfhóla hafa verið fjarlægðar, sbr. áður. Mikill ágangur búfjár af afrétti eru á þessar jarðir og skynsamleg nýting fjalllendis þeirra í raun óhugsandi við núverandi aðstæður. Þá er smölun afréttar í austanverðri Staðaröxl illframkvæmanlegur á meðan fé getur leitað niður í heimalönd umræddra jarða.
- Lega núverandi girðingar í landi Glæsibæjar er að hluta til óheppileg m.t.t. snjóalalaga, sem er ástæða fyrir áðurgreindum ráðgerðum flutningi hennar að hluta, auk þess sem tilfærslan gerir mögulegt að láta girðingu Kúfhóla og girðingu Glæsibæjar standast á, betur en áður. Núverandi horn sem myndast á afréttargirðingunni á þessum stað er óheppilegt samkvæmt ábendingum fagaðila, ráðunautar og girðingarverktaka.
- Gert er ráð fyrir að framkvæmdinni geti fylgt jákvæð áhrif, vegna friðunar eða mögulegrar beitarstýringar, á aðliggjandi land neðan við ráðgerða girðingu. Gert er ráð fyrir að sjónræn áhrif af vegslóða verði merkjanleg til þess að byrja með en slóðinn grói svo upp og verði svo smám saman ósýnilegur úr fjarlægð svo sem reynslan sýnir, sbr. mynd á fylgiskjali 2.

Mótvægisaðgerðir: Samhliða framkvæmd og að henni lokinni verður ráðist í mótvægisaðgerðir sem hafi það að markmiði að minnka umhverfisáhrif hennar, þ.m.t. draga, sem kostur er, úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, s.s. með því að minnka halla á skeringum ofan við slóða ef slíkt er talið þjóna framangreindu markmiði og græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að m.a. með sáningu, sem og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi. Við útfærslu mótvægisaðgerða verði haft samráð við þann aðila sem sveitarfélagið kann að fá í það verk og eftir því sem krafa verður gerð um slíkt samráð af hálfu þess.

Skipulagsnefnd telur að nægar upplýsingar hafi verið veittar um framkvæmdina til þess að ákveða hvort hún sé leyfisskyld, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nauðsynlegt að tryggt sé að samhliða framkvæmd verði gripið til mótvægisaðgerða sem hafi það markmið að minnka umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og draga úr breytingum á ásýnd umhverfis sem af henni getur hlotist, t.d. vegna jarðvegsrofs, sem kostur er, s.s. með því að græða upp jarðrask sem fylgir framkvæmd sem mest lýti er að og að fjarlægja girðingar sem framkvæmdin leysir af hólmi.
Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaaðila verði gert að undirgangast framangreindar mótvægisaðgerðir, sbr. áður. Meðan slíkum aðgerðum sé fylgt sé ekki þörf á framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni eins og henni er lýst.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.