Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 20. september síðastliðinn þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Atla Gunnari Arnórssyni f.h. Trésmiðjunnar Borg ehf. um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum á iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 1 við Borgarmýri á Sauðárkróki.
Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við NV-horn hússins, framlenginu þaks til norðurs, út yfir nýja forstofu, núverandi kaffistofu og tengd rými. Valmi settur á þak til samræmis við þak á Borgarmýri 1a.
Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023.
Sjá einnig meðfylgjandi tölvupóst dagsettan 19.09.2023, erindi frá Atla Gunnari Arnórssyni hönnuði ásamt rökstuðningi hans.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.
Breytingar varða m.a. viðbyggingu í kverk við NV-horn hússins, framlenginu þaks til norðurs, út yfir nýja forstofu, núverandi kaffistofu og tengd rými. Valmi settur á þak til samræmis við þak á Borgarmýri 1a.
Meðfylgjandi aðalupppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni byggingarverkfræðingi. Uppdrættir í verki 650204, númer A-100 A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105, dagsettir 7. júní 2023, breytt 03.08.2023.
Sjá einnig meðfylgjandi tölvupóst dagsettan 19.09.2023, erindi frá Atla Gunnari Arnórssyni hönnuði ásamt rökstuðningi hans.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi.