Fara í efni

Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 65. fundur - 10.10.2023

Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga, dagsettur 29. september 2023, varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Byggðarráð Skagfjarðar fagnar áhuga löggjafans á mótun þjónustustefnu sem sett var með lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 96/2021 frá Alþingi, en þau fela sveitarstjórn að móta þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags, í samráði við íbúa sveitarfélagsins. Fyrir liggur einnig fyrirmynd og leiðbeiningar, unnar af Byggðastofnun um hvernig móta skuli þjónustustefnuna. Þjónustustefnunni er fyrst og fremst ætlað á að ná yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga en þau eru mörg.
Í Skagafirði hefur frá upphafi sameiningar sveitarfélaga verið lagður metnaður í að hafa fast mótaðar stefnur í öllum okkar lögbundnu og ólögbundnu verkefnum. Við setningu þeirra reglna, laga eða stefna er lögð áhersla á að þau nái yfir sveitarfélagið í heild sinni. Á heimasíðu Skagafjarðar má lesa tæplega 100 reglur, samþykktir og lög sem innihalda stefnur sem í gildi eru í Skagafirði og móta þá þjónustu og umgjörð sem við lifum eftir innan laga Alþingis. Í öllum þessum reglum og samþykktum er unnið með hópa, svæði og/eða þéttbýlisstaði eins og þeir eru skilgreindir í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og eru öll þessi lög, reglur og samþykktir, samþykkt af sveitarstjórn eða Alþingi og eru öllum íbúum aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Aðalskipulagið eitt og sér er til viðbótar þessu eitt og mest stefnumótandi plagg sem sveitarfélagið vinnur eftir. Það er 160 blaðsíður að lengd og fjallar á mjög ítarlegan hátt um þá sýn sem við höfum á þróun samfélagsins 15 ár fram í tímann. Í aðalskipulaginu er t.d. fjallað sérstaklega um hvern og einn byggðakjarna og farið yfir framtíðarsýn á þróun íbúabyggðar, verslun og þjónustu, samfélagsþjónustu og mjög margt fleira, svo ekki sé minnst á stefnu um vatnsveitu, fráveitu, rafveitu, hitaveitu og gagnaveitu og mörgu öðru sem einnig á að nefna í hinni nýju samantekt um þjónustustefnu. Hverri sveitarstjórn er einnig ætlað að endurskoða aðalskipulagið í upphafi hvers kjörtímabils og koma þá með sínar áherslur og breytingar þar inn. Rétt er líka að minna á að breytingar á aðalskipulagi eru alltaf unnar í miklu samráði við íbúa með tilheyrandi íbúafundum og opinberum kynningum.
Byggðarráð vill því benda innviðaráðuneytinu á að mögulega sé óþarfi að vinna enn eitt plaggið sem mun eðli málsins samkvæmt verða mjög langt og yfirgripsmikið þegar því er ætlað að ná yfir og lýsa öllum þeim fjölmörgu reglum, stefnum og markmiðum sem sveitarfélagið hefur nú þegar sett. Byggðarráð Skagafjarðar veltir því upp hvort ekki sé heppilegra að sveitarstjórnir gætu upplýst stjórnvöld með rafrænum hætti um þá þjónustu og þjónustustefnur sem í boði eru fyrir okkar byggðir og byggðakjarna, líkt og gert er t.d. varðandi afmarkaðri þætti eins og húsnæðis- og brunavarnaráætlanir sveitarfélaga. Þannig gæti löggjafinn fylgst með því hvort þjónustustig viðkomandi byggðakjarna sé ásættanlegt.
Það má líka benda á að yfirgripsmiklar stefnur eins og t.d. endurgerð aðalskipulags kostar tugi milljóna króna. Í áðurnefndum breytingum á sveitarstjórnarlögum kemur ekkert fram um aðkomu ríkisins vegna kostnaðar við gerð þjónustustefnunnar og kostnaðarumsögn virðist ekki hafa verið unnin á áhrifum frumvarpsins sem þó er skylt skv. 129. grein sveitarstjórnarlaga. Leggur byggðarráð Skagafjarðar því til að ríkið kosti gerð þjónustustefnunnar að fullu ásamt árlegum uppfærslum.
Að þessu sögðu og með hliðsjón af gildandi lögum samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að gera einfalda samantekt samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja um þá þjónustustefnu sem Skagafjörður hefur í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna sveitarfélagsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 66. fundur - 18.10.2023

Lagt fram vinnuskjal varðandi þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Byggðarráð samþykkir að taka málið aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 67. fundur - 25.10.2023

Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Lögð fram þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.
Byggðarráð samþykkir framlagða þjónustustefnu fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 18. fundur - 25.10.2023

Vísað frá 67. fundi byggðarráðs frá 25.október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Lögð fram þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027.Byggðarráð samþykkir framlagða þjónustustefnu fyrir árin 2024-2027 og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn."

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 74. fundur - 06.12.2023

Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 25. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Þrjár ábendingar bárust.
Byggðarráð samþykkir stefnuna með áorðnum breytingum í kjölfar ábendinga sem bárust inn frá íbúum. Stefnan verður endurskoðuð árlega lögum samkvæmt í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama, þ.e. byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, leggur tillögu um þjónustustefnu í byggðum eða byggðarlögum sveitarfélags fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 25. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Þrjár ábendingar bárust.
Byggðarráð samþykkir stefnuna með áorðnum breytingum í kjölfar ábendinga sem bárust inn frá íbúum. Stefnan verður endurskoðuð árlega lögum samkvæmt í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2024-2027 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.