Fara í efni

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2024

Málsnúmer 2310013

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2024 þarf að endurskoða gjaldskrá Skagafjarðarhafna.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur hafnastjóra að vinna drög að endurskoðaðri gjaldskrá og leggja fram fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er í byrjun nóvember.

Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 19. fundur - 09.11.2023

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Umhverfis- og samgöngunefnd frestar afgreiðslu gjaldskrár til næsta fundar.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 20. fundur - 20.11.2023

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu:
Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 74. fundur - 06.12.2023

Vísað frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 20. nóvember 2023 með eftirfarandi bókun:
"Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.
Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu: Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta B- og D-lista sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Við gerð rekstaráætlunar vegna ársins 2024 hjá Skagafirði hefur verið lagður metnaður í að halda hækkunum á gjaldskrám í lágmarki. Í flest öllum gjaldskrám hefur verið stuðst við áætlaða hækkun vísitölu á árinu 2024, útgefna af Hagstofu Íslands í júní 2024, en þar var gert ráð fyrir 4,9% verðbólgu á árinu 2024. Ljóst er að þessi hækkun á gjaldskrám er almennt lægri en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum landsins, en mörg þeirra eru að hækka gjaldskrár almennt um 6-10%. Við teljum hinsvegar rétt að halda þessum hækkunum í lágmarki með það að markmiði að draga úr þensluáhrifum þeirra í þjóðfélaginu. Til að það gangi eftir þurfa hækkanir að ganga jafnt yfir bæði tekjur og gjöld. Vonum við því að breið sátt náist um lágmarkshækkanir á þeim kjarasamningum sem framundan eru en með því móti verður stuðlað að meiri stöðugleika í verðlagi og launum."
Gjaldskráin er samþykkt með 2 atkvæðum og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.

Vísað frá 20. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar 20. nóvember 2023 með eftirfarandi bókun:
"Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 4,9% frá og með 1. janúar 2024.

Hildur Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram svohljóðandi breytingatillögu: Gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar breytingartillögu fulltrúa Vinstri grænna og óháðra og samþykkir upphaflega tillögu um 4,9% hækkun og vísar henni til Byggðarráðs.
Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið."

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2024 hækki um 5,9% í stað 4,9%.
Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta B- og D-lista sem leggja fram eftirfarandi bókun:
"Við gerð rekstaráætlunar vegna ársins 2024 hjá Skagafirði hefur verið lagður metnaður í að halda hækkunum á gjaldskrám í lágmarki. Í flest öllum gjaldskrám hefur verið stuðst við áætlaða hækkun vísitölu á árinu 2024, útgefna af Hagstofu Íslands í júní 2024, en þar var gert ráð fyrir 4,9% verðbólgu á árinu 2024. Ljóst er að þessi hækkun á gjaldskrám er almennt lægri en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum landsins, en mörg þeirra eru að hækka gjaldskrár almennt um 6-10%. Við teljum hinsvegar rétt að halda þessum hækkunum í lágmarki með það að markmiði að draga úr þensluáhrifum þeirra í þjóðfélaginu. Til að það gangi eftir þurfa hækkanir að ganga jafnt yfir bæði tekjur og gjöld. Vonum við því að breið sátt náist um lágmarkshækkanir á þeim kjarasamningum sem framundan eru en með því móti verður stuðlað að meiri stöðugleika í verðlagi og launum."
Gjaldskráin er samþykkt með 2 atkvæðum og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.