Fara í efni

Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024

Málsnúmer 2310017

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 19. fundur - 09.11.2023

Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2024.
Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni. Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 4,9%.

Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 70. fundur - 15.11.2023

Lögð fram gjaldskrá fráveitu- og tæmingu rotþróa fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 19. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 9. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 19. fundur - 15.11.2023

Vísað frá fundi byggðarráðs 15. desember 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá fráveitu- og tæmingu rotþróa fyrir árið 2024, sem vísað var til byggðarráðs frá 19. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 9. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2024 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.