Fara í efni

Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2310047

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 65. fundur - 10.10.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. október 2023 frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur haft aðkomu að verkefninu Römpum upp Ísland frá upphafi verkefnisins og hefur heimild til að leggja verkefninu til 200 millj. kr. samkvæmt breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 (framlög úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga). Stjórn RUÍ ákvað á stjórnarfundi þann 19. september s.l. að bjóða hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum samstarf um gerð rampa við húsnæði í þeirra eigu. Einnig lagt fram erindi frá Römpum upp Ísland varðandi framkvæmd verkefnisins. Umsóknarfrestur til RUÍ er til 10. desmeber 2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar og tillögugerðar, til aðgengishóps sveitarfélagsins.