Minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa 2023
Málsnúmer 2310054
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 65. fundur - 10.10.2023
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 29. september 2023 frá innviðaráðuneytinu varðandi minningardag um fórnarlömb umferðarslysa 2023. Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember 2023. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað. Þá verða táknrænar minningarstundir haldnar víða um landið sem félög og sveitir í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipuleggja. Streymt verður frá viðburðum í beinni vefútsendingu á Facebook eftir því sem kostur er.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023
Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember 2023. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað.
Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.
Nefndin hvetur alla sem hafa tök á að taka þátt í minningarviðburðum í tengslum við daginn og vill um leið koma þakklæti til sjálfboðaliða og starfsstétta sem veita hjálp, björgun og aðhlynningu þegar slys á sér stað.