Fara í efni

Samstarfsfundir Hafnasambands Ísl. og Fiskistofu

Málsnúmer 2310118

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 18. fundur - 13.10.2023

Hafnasamband Íslands hefur átt samráðsfundi með Fiskistofu á undanförnum mánuðum þar sem rædd hafa verið ýmis málefni er tengjast höfnum landsins.
Nánar verður fjallað um samskipti hafna og Fiskistofu á hafnafundi í Hafnarfirði þann 20. október nk. og mikilvægt að sem flestar hafnir landsins sendi fulltrúa á þann fund.

Skagafjarðarhafnir hafa áhuga á því að taka þátt í tilraunaverkefni Hafnasambandsins og Fiskistofu um fjarvigtun í smærri höfnum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur Hafnarstjóra að tilkynna til Hafnasambandsins áhuga Skagafjarðarhafna á þátttöku í slíku tilraunaverkefni á Hofsósi.

Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvisson sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 66. fundur - 18.10.2023

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. október 2023 frá Hafnasambandi Íslands varðandi samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu.