Fara í efni

Starrastaðir land (146226) - Umsókn um stofnun landspildu og byggingarreits

Málsnúmer 2310236

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 38. fundur - 16.11.2023

Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, Helgi Ingimarsson og Inga Dóra Ingimarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Starrastaðir land, landnúmer 146226 óska eftir heimild til að stofna 1600 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem "Kvíholt", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75760300 útg. 13.10.2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10) með heitið "Kvíholt" í fasteignaskrá.
Öll hlunnindi tilheyra áfram Starrastöðum land lnr. 146226. Landið er ekki skráð í lögbýlaskrá 2023.
Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Kvöð er um yfirferðarrétt að útskiptri spildu, um Starrastaði land (lnr. 146226) og Starrastaði (lnr. 146225) um núverandi heimreið (vegur nr. 7533) og vegslóða eins og sýnt er á meðf. afstöðuuppdrætti. Landeigendur Starrastaða lnr. 146225 árita erindið til samþykktar.

Undirritaðir þinglýstir eigendur Starrastaða lands. lnr. 146226 óska jafnframt eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðf. uppdrætti. Um er að ræða byggingarreit fyrir um 100 m2 íbúðarhús. Byggingarreiturinn er innan útskiptrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum.

Skipulagsnefnd samþykkir landskiptin og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.