Opnað fyrir umsóknir um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1
Málsnúmer 2311079
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 79. fundur - 10.01.2024
Málið var áður á dagskrá 70. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnisstjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir að koma á framfæri við SSNV áherslu Skagafjarðar á verkefni vegna uppbyggingar iðngarða og þekkingarseturs í tengslum við starfsemi Háskólans á Hólum, á Sauðárkróki, og að sótt verði um framlag til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1.
Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnisstjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir að koma á framfæri við SSNV áherslu Skagafjarðar á verkefni vegna uppbyggingar iðngarða og þekkingarseturs í tengslum við starfsemi Háskólans á Hólum, á Sauðárkróki, og að sótt verði um framlag til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1.
Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 22. janúar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa umsóknir í sjóðinn.