Fara í efni

Hvítabjörn úr Fljótum

Málsnúmer 2311089

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 70. fundur - 15.11.2023

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. nóvember 2023, frá forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra með beiðni um að fá lánaðan hvítabjörn sem felldur var í Fljótunum 1986. Hugmyndin er að hafa hann til sýnis í salnum í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Byggðarráð fagnar frumkvæðinu og samþykkir lán fyrir sitt leyti. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning þar að lútandi við Náttúrustofu.