Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 9. nóvember 2023, frá forstöðumanni Náttúrustofu Norðurlands vestra með beiðni um að fá lánaðan hvítabjörn sem felldur var í Fljótunum 1986. Hugmyndin er að hafa hann til sýnis í salnum í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Byggðarráð fagnar frumkvæðinu og samþykkir lán fyrir sitt leyti. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning þar að lútandi við Náttúrustofu.
Byggðarráð fagnar frumkvæðinu og samþykkir lán fyrir sitt leyti. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning þar að lútandi við Náttúrustofu.