Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-,Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll

Málsnúmer 2311095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 70. fundur - 15.11.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar-, og Egilsstaðaflugvelli, 127. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist berist eigi síðar en 24. nóvember nk.
Byggðarráð fagnar þingsályktunartillögunni og áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði á vellinum eru með því besta sem gerist á landinu. Þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu. Þá má benda á í ljósi mögulegs eldsumbrotatímabils sem gæti varað næstu áratugi á Reykjanesskaga að það er þjóðhagslega mikilvægt og brýnt til að tryggja öryggi í millilandaflugi að bæta aðstæður á Alexandersflugvelli og byggja hann upp sem varaflugvöll. Hann gæti sem slíkur þjónað bæði farþegaflugi og flugfrakt komi upp alvarlegt rof á samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli.