Fara í efni

Dýjabekkur L146008 - Beiðni um byggingarreit

Málsnúmer 2311098

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 38. fundur - 16.11.2023

Arnór Hafstað landeigandi Dýjabekks L146008 sækir um leyfi til þess að byggja aðstöðuhús/gestahús, norðan og norðvestan við íbúðarhúsið að Dýjabekk, á 100 m2 byggingarreit sem sýndur er á meðfylgjandi afstöðuupdrætti dags. 06.11.2023, unninn af Ingunni Hafstað arkitekt. Byggingar á reitnum eru ætlaðar til geymslu á verkfærum og öðrum munum og eftir atvikum sem gestahús. Hámarkshæð bygginga frá jörð er 3,5m. Í fyrsta áfanga er ætlunin að sækja um leyfi til að byggja 20-30 m2 geymslu.
Með fylgir undirritað samþykki meðeigenda jarðarinnar þeirra Ingibjargar Hafstað og Ingunnar Helgu Hafstað að þær geri ekki athugasemdir við umbeðinn byggingarreit.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið um að fenginni umsögn minjavarðar.