Lagt fram erindi frá verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 22. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að loka fyrir bílaumferð við Skagfirðingabraut og Aðalgötu, frá Ráðhúsi að gatnamótum Aðalgötu og Sævarstígs, sem og Bjarkarstíg að gatnamótum við Skógargötu, laugardaginn 2. desember nk. frá kl. 15-17 vegna hátíðarhalda í tengslum við tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi. Fyrir liggur samþykki lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir þessari lokun.
Einnig tekin fyrir beiðni verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 20. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka hluta Bjarkarstígs á Sauðárkróki í desember og fyrstu vikuna í janúar líkt og gert var fyrir ári síðan vegna jólaports við bakaríið. Forsvarsmenn Sauðárkróksbakarís, myndlistarfélagins Sólons og Sauðárkrókskirkju hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til þessarar tímabundnu lokunar.
Byggðarráð samþykkir umbeðnar götulokanir fyrir sitt leyti.
Einnig tekin fyrir beiðni verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála hjá sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 20. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka hluta Bjarkarstígs á Sauðárkróki í desember og fyrstu vikuna í janúar líkt og gert var fyrir ári síðan vegna jólaports við bakaríið. Forsvarsmenn Sauðárkróksbakarís, myndlistarfélagins Sólons og Sauðárkrókskirkju hafa lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til þessarar tímabundnu lokunar.
Byggðarráð samþykkir umbeðnar götulokanir fyrir sitt leyti.