Lagt fram erindi frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Flugklasans Air 66N, dags. 24. nóvember 2023. Í erindinu er greint frá því að Akureyrarbær og nokkur önnur sveitarfélög hafi endurskoðað afstöðu sína til áframhaldandi fjárhagslegs stuðnings við Flugklasann á árinu 2024. Er í því ljósi óskað eftir því að Skagafjörður taki fyrri ákvörðun sína til endurskoðunar og haldi áfram að styðja Flugklasann á árinu 2024.
Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun að skipa eigi starfshóp sem vinnur að beinu flugi um Akureyrarflugvöll til framtíðar með áherslu á sértækt markaðsstarf, innviði og vöruþróun. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og vísar ákvörðuninni til gerðar fjárhagsáætlunar. Skagafjörður hefur styrkt Flugklasann frá árinu 2011. Ekki verður um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins.
Byggðarráð fagnar þeirri ákvörðun að skipa eigi starfshóp sem vinnur að beinu flugi um Akureyrarflugvöll til framtíðar með áherslu á sértækt markaðsstarf, innviði og vöruþróun. Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og vísar ákvörðuninni til gerðar fjárhagsáætlunar. Skagafjörður hefur styrkt Flugklasann frá árinu 2011. Ekki verður um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins.