Samráð; Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg
Málsnúmer 2311249
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 78. fundur - 04.01.2024
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2023, "Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg". Umsagnarfrestur er til og með 10.01. 2024.
Byggðarráð samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember sl. að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði. Umsögn Drangeyjar hefur verið send inn í Samráðsgátt stjórnvalda en skv. upplýsingum frá FISK Seafood munu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi senda inn umsögn fyrir hönd sinna aðildarfyrirtækja.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að ekki liggi nægjanlega ljóst fyrir hver áhrifin verða af aflagningu almenns byggðakvóta og rækjubóta, sem og hverjar afleiðingar þess geta orðið á sjávarbyggðir í Skagafirði. Rétt væri að fyrir lægi með skýrum hætti hvernig innviðastuðningi til sjávarbyggða verður háttað áður en núverandi kerfi er lagt af.
Byggðarráð lýsir sig jafnframt mótfallið þeirri fyrirætlan að hækka þak aflahlutdeildar hjá fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkað án þess að hækka jafnframt þak félaga eins og FISK Seafood sem er í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í dreifðri eign þúsunda Skagfirðinga. Vandséð er hvernig unnt er að finna dreifðara eignarhald heldur en hjá slíkum félögum. Um hróplega mismunun er að ræða sem erfitt er að rökstyðja og enn síður hægt að styðja.
Byggðarráð samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember sl. að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði. Umsögn Drangeyjar hefur verið send inn í Samráðsgátt stjórnvalda en skv. upplýsingum frá FISK Seafood munu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi senda inn umsögn fyrir hönd sinna aðildarfyrirtækja.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að ekki liggi nægjanlega ljóst fyrir hver áhrifin verða af aflagningu almenns byggðakvóta og rækjubóta, sem og hverjar afleiðingar þess geta orðið á sjávarbyggðir í Skagafirði. Rétt væri að fyrir lægi með skýrum hætti hvernig innviðastuðningi til sjávarbyggða verður háttað áður en núverandi kerfi er lagt af.
Byggðarráð lýsir sig jafnframt mótfallið þeirri fyrirætlan að hækka þak aflahlutdeildar hjá fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkað án þess að hækka jafnframt þak félaga eins og FISK Seafood sem er í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í dreifðri eign þúsunda Skagfirðinga. Vandséð er hvernig unnt er að finna dreifðara eignarhald heldur en hjá slíkum félögum. Um hróplega mismunun er að ræða sem erfitt er að rökstyðja og enn síður hægt að styðja.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir skoðun smábátafélagsins Drangeyjar og FISK Seafood á áhrifum af drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg á fiskveiðar og fiskvinnslu í Skagafirði.