Snemma árs 2007 tók óbyggðanefnd til meðferðar svæði 7A, vestanvert Norðurland, syðri hluti. Með úrskurði nefndarinnar í máli 5/2008, dags. 19. júní 2009, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ákveðið land innan þess svæðis væri þjóðlenda. Með bréfi óbyggðanefndar, dags. 1. júlí 2020, var íslenska ríkinu tilkynnt að nefndin hefði ákveðið að nýta heimild sína skv. 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1009, sbr. 4. gr. laga nr. 34/2020, og taka til meðferðar tiltekin svæði í landshlutum þar sem málsmeðferð nefndarinnar er annars lokið, þar sem óbyggðanefnd hafi gert athugasemd við kröfugerð ráðherra í tilteknum málum. Í kjölfarið skilaði íslenska ríkið kröfulýsingu, dags. 18. janúar 2021, þar sem þess er m.a. krafist að landsvæði sem nefnt er norðurmörk þjóðlendunnar Hraunanna sé þjóðlenda.
Byggðaráð mótmælir framkomnum kröfum íslenska ríkisins og bendir á að málsmeðferð á þessu svæði hafi verið lokið með úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, sem kveðinn var upp þann 19. júní 2009. Hið umþrætta landsvæði „Norðurmörk Hraunanna“ féll utan kröfugerðar ríkisins í því máli og hefur ríkið því viðurkennt beinan eignarrétt sveitarfélagsins að því. Hefur Lögmannstofu Ólafs Björnssonar verið falið að annast vörn f.h. sveitarfélagsins fyrir óbyggðanefnd, og halda eignaréttindum sveitarfélagsins að hinu umþrætta svæði „Norðurmörk Hraunanna“ til haga.“
Byggðaráð mótmælir framkomnum kröfum íslenska ríkisins og bendir á að málsmeðferð á þessu svæði hafi verið lokið með úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 5/2008, sem kveðinn var upp þann 19. júní 2009. Hið umþrætta landsvæði „Norðurmörk Hraunanna“ féll utan kröfugerðar ríkisins í því máli og hefur ríkið því viðurkennt beinan eignarrétt sveitarfélagsins að því. Hefur Lögmannstofu Ólafs Björnssonar verið falið að annast vörn f.h. sveitarfélagsins fyrir óbyggðanefnd, og halda eignaréttindum sveitarfélagsins að hinu umþrætta svæði „Norðurmörk Hraunanna“ til haga.“