Lagt fram erindi frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, dags. 4. desember 2023, þar sem kallað er eftir þátttöku sveitarfélaga við vinnu vegna tilnefningar sundlaugamenningar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Um er að ræða fyrstu sjálfstæðu tilnefningu Íslands á skrána en áður hefur Ísland, ásamt Norðurlöndunum, staðið að tilnefningu á handverki við smíði súðbyrðinga á skrána. Skrár UNESCO á sviði menningararfs hafa reynst mjög áhrifamiklar og felst í slíkri skrásetningu ákveðinn heiður og viðurkenning á viðkomandi hefð og sérstöðu hennar fyrir land og þjóð. Því er um að ræða stórt og mikilvægt skref að Ísland standi nú að tilnefningu á sundlaugamenningu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um þátttökuna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um þátttökuna.