Fara í efni

Íslenskur ungmennafulltrúi á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024

Málsnúmer 2312144

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 78. fundur - 04.01.2024

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, þar sem vakin er athygli á að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur rétt á að tilnefna 3 fulltrúa frá Íslandi til til setu á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins.
Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins stendur vörð um lýðræði og mannréttindi í sveitarfélögum og svæðum í aðilarríkjum ráðsins. Þingið kemur saman tvisvar á ári, í Evrópuráðshöllinni í Strasbourg, Frakklandi. Skilyrði til setu á þinginu er að umsækjendur séu á aldrinum 18-30 ára og virkir þátttakendur í starfi ungmenna, félagsmálum eða pólitísku starfi. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2024.