Tekið fyrir erindi frá vígslubiskupnum á Hólum, dags. 29. janúar 2024, þar sem óskað er eftir lækkun á fasteignagjöldum vegna Auðunarstofu á Hólum. Í erindinu kemur fram að Auðunarstofa sé fyrst og fremst safngripur, tilgátuhús byggt var til þess að vitna um sögu Hóla. Í kjallara hússins er merkasta safn bóka Hólaprents varðveitt og á jarðhæð er skrifstofa og salur, sem fyrst og fremst er notaður undir sýningar og sem safnaðarheimili. Rishæð hússins er ónotuð. Fjölmargir ferðamenn skoða húsið á hverju ári og síðastliðið sumar var það að mestu leiti á vegum kirkjunnar að taka á móti ferðamönnum á þessum merka sögustað sem fjölmargir ferðamenn sækja.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu og telur eðlilegt að Ríkissjóður greiði þau gjöld sem honum ber af fasteignum sínum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu og telur eðlilegt að Ríkissjóður greiði þau gjöld sem honum ber af fasteignum sínum.