Lagt fram ódagsett bréf frá héraðsskjalavörðum Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, Árnesinga, Austfirðinga og Akraness, þar sem kynnt eru áform um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna (MHR) um rafræna skjalavörslu. Meginmarkmiðið með stofnun miðstöðvarinnar er að styðja við stafræna umbreytingu hjá sveitarfélögum ásamt því að byggja upp þekkingu á málaflokknum innan héraðsskjalasafna, finna hentugar lausnir á hýsingu og ekki síst að lækka kostnað við móttöku og langtímavörslu rafrænna og stafrænna gagna. Stýrihópur héraðsskjalavarða sem unnið hefur að verkefninu boðar nú til formlegs stofnfundar MHR. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30 í Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar kl. 13:00. Kostnaði við grunnrekstur miðstöðvarinnar verður skipt niður á héraðsskjalasöfnin með tilliti til íbúafjölda sveitafélaganna sem þau reka. Þetta gefur héraðsskjalasöfnunum aðgang að viðeigandi eyðublöðum, aðstoð við kortlagningu gagnasafna, ráðgjöf varðandi skipulag gagna og aðgang að hugbúnaði til að afgreiða úr og halda utan um vörsluútgáfur. Aftur á móti þarf hver skjalamyndari fyrir sig (sveitarfélag, stofnun sveitarfélags eða aðrir aðilar sem ber að skila gögnum sínum á héraðsskjalasafn) að greiða fyrir þjónustu varðandi tilkynningar um gagnasöfn og afhendingu á vörsluútgáfum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerist stofnaðili að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu og veitir héraðsskjalaverði umboð til að staðfesta stofnaðild safnsins að miðstöðinni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að Héraðsskjalasafn Skagfirðinga gerist stofnaðili að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu og veitir héraðsskjalaverði umboð til að staðfesta stofnaðild safnsins að miðstöðinni.